Mitt level 10
- tbjons1
- Jul 18, 2015
- 1 min read
Level 10 bókin er komin út, ertu búin/n að lesa hana ?
hún er alger snilld og rosa gott tól til að hafa við hendina til þess að hjálpa sér í sínum lífsstílsbreytingum. Hérna er smá video sem er búið að gera út frá bókinni
Ég er að taka mitt Level 10 sem þýðir að ég vilji verða besta útgáfan af sjálfri mér. núna þessa dagana er ég að komast skrefi nær þar sem ég tók þá ákvörðun að hætta að reykja því það var að halda mér niðri í ýmsum gjörðum hjá mér.
komst að því í dag að á ári gæti ég sparað mér rúman 400.000 kr. á því að hætta að reykja!
beint til BOSTON takk fyrir! já ég held ég fari bara til útlanda á næsta ári fyrir þann pening sem hefði farið í sígarettur.
29.ágúst held ég áfram að klífa level 10 stigan minn og tek þátt í annari þríþraut og þar sem jákvæðnin og gleðin er stórfenglega smitandi þá hefur kærastinn og margir fleiri ákveðið að taka þátt.
Hvað ert þú að gera til að ná þínu level 10 ?
sendu mér línu á tbjons1@gmail.com
knús og kram
-Þórunn Björk
Comments